Manchester United reyndi að semja við 26 ára gamla varnarmanninn Tosin Adarabioyo samkvæmt Daily Mail.
Þessi ágæti miðvörður er kominn til Chelsea en hann kemur á frjálsri sölu frá Fulham þar sem hann stóð sig nokkuð vel.
Samningur leikmannsins er runninn út og er útlit fyrir að hann geri samning við Chelsea til fimm ára.
United sýndi þó þessum fyrrum leikmanni Manchester City áhuga að sögn Mail og reyndi að hafa betur í baráttunni gegn Chelsea.
Rauðu Djöflarnir blönduðu sér þó í baráttuna of seint og mun Adarabioyo spila í London á næsta tímabili.