fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Pútín eykur öryggisgæsluna sem var brjálæðislega mikil fyrir

Pressan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 13:30

Vladimír Pútín Rússlandsforseti fer afar varlega þessa dagana. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætlar ekki að hljóta sömu örlög og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Pútín hefur aukið talsvert við öryggisgæslu sína á undanförnum mánuðum af ótta við af að honum verði sýnt banatilræði.

Frá þessu greinir Moscow Times og hefur eftir ónafngreindum rússneskum embættismanni að Pútín sé farinn að klæðast skotheldu vesti á almannafæri. Robert Fico var stunginn um miðjan maí síðastliðinn og Shinzo Abe var skotinn til bana sumarið 2022.

Í frétt Moscow Times kemur fram að öryggisgæslan í kringum Pútín sé gríðarlega mikil og eru til dæmis allar máltíðir sem hann lætur ofan í sig prófaðar – af ótta við að eitrað verði fyrir honum.

Pútín þótti óvenjulega sver um sig þegar „sigurdagurinn“ svokallaði var haldinn þann 9. maí síðastliðinn og eru sérfræðingar á einu máli um að hann hafi verið í skotheldri brynju þegar hann heilsaði öðrum embættismönnum á Rauða torginu fyrir tæpum mánuði.

Á síðasta ári varpaði fyrrverandi starfsmaður í öryggisgæslu ljósi á þau skref sem forsetinn tekur til að tryggja öryggi sitt. Fullyrti hann meðal annars að kafarar væru fyrir utan dvalarstað hans við Svartahaf til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum. Lífverðir Pútíns fá ríkulega borgað fyrir vinnu sína, góð laun og verðmæt landsvæði til dæmis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi