Íslenska kvennalandsliðið mætir því austurríska í undankeppni EM eftir rúman klukkutíma og hafa byrjunarliðin verið opinberuð.
Bæði lið eru með 4 stig fyrir leik kvöldsins eftir þrjá leiki. Í riðlinum eru einnig Þýskaland og Pólland. Fyrrnefnda liðið er með fullt hús eftir fjóra leiki en það síðarnefnda án stiga.
Tvö efstu lið riðilsins fara beint á EM en neðri tvö í umspil.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir tvær breytingar á liði sínu frá jafnteflinu úti í Austurríki fyrir helgi. Selma Sól Magnúsdóttir og Hlín Eiríksdóttir koma inn í liðið fyrir þær Alexöndru Jóhannsdóttur og Diljá Ýr Zomers.
Selma var utan hóps í síðasta leik vegna mistaka starfsmanns KSÍ en nú er hún mætt inn í byrjunarliðið.
Svona er byrjunarlið Íslands: