Lionel Messi skoraði og lagði upp mark í jafntefli Inter Miami gegn St. Louis City í MLS-deildinni um helgina. Skráði hann sig þar með á spjöld sögunnar.
Þýðir þetta að Messi er fljótasti leikmaður í sögu MLS-deildarinnar til að koma að 25 mörkum á einu tímabili. Það tók hann tólf leiki.
Metið átti Carlos Vela, fyrrum leikmaður Arsenal, en hann gerði þetta í sextán leikjum 2019.
Messi gekk í raðir Inter Miami síðasta sumar eftir tvö ár hjá PSG og auðvitað fjöldamörg ár hjá Barcelona þar áður.
Messi is one of one. 🐐 pic.twitter.com/Uyy0M26tkW
— Major League Soccer (@MLS) June 2, 2024