Manchester United hefur sett sig í samband við spænsku goðsögnina Xavi samkvæmt frétt AS á Spáni.
Þetta kemur mörgum á óvart en Xavi var látinn fara frá Barcelona á dögunum og er nú atvinnulaus.
Samkvæmt AS þá hafa þrjú lið sett sig í samband við Spánverjann eða AC Milan á Ítalíu, landslið Suður-Kóreu og United.
Erik ten Hag er stjóri United í dag en það er ekki víst að hann haldi starfi sínu eftir brösugt gengi í vetur.
United ku vera að skoða það að ráða Xavi sem gerði fína hluti með Barcelona en var fyrir það hjá Al-Sadd í Katar.