Antonio Conte og Napoli hafa náð samkomulagi um að hann verði næsti stjóri liðsins.
Þetta er ansi sterk ráðning hjá Napoli sem olli miklum vonbrigðum í titilvörn sinni á Ítalíu á leiktíðinni. Eftir að hafa orðið meistari í fyrra með yfirburðum hafnaði liðið í tíunda sæti Serie A í dag.
Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í samningi Conte, sem tekur við af Francesco Calzona sem var bráðabirgðastjóri.
Conte hefur auðvitað áður stýrt liðum eins og Chelsea, Tottenham og Juventus.
🚨🔵 BREAKING: Antonio Conte as new Napoli head coach, here we go!
Agreement reached on every detail also including add-ons, after fixed salary, image rights and staff members.
Conte will sign the contract valid until June 2027, documents approved.
Huge appointment for Napoli. pic.twitter.com/1wr16gBTd4
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 31, 2024