Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var gestur í nýjasta þættinum af Íþróttavikunni hér á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágútsson hafa umsjón með þættinum.
Það var farið yfir fréttir vikunnar og meðal annars frétt af liðsfélaga Hákonar í landsliðinu, Orra Steini Óskarssyni. Sóknarmaðurinn er orðaður við Evrópudeildarmeisatara Atalanta.
„Gasperini (stjóri Atalanta) hefur gert frábærlega með svona leikmenn. Að fara til hans er bara frábær skóli. Þetta er bara fullkominn staður fyrir hann á þessum tímapunkti,“ sagði Hrafnkell.
Orri er á mála hjá FC Kaupmannahöfn. Hrafnkell hefði viljað sjá hann spila enn meira þar á þessari leiktíð.
„Mér finnst að hann hefði átt að spila hvern einasta leik fyrir FCK.“