Chelsea er að reyna að selja Armando Broja framherja sinn til að laga bókhaldið vegna FFP regluverksins sem félagið er að ströggla við.
Broja er uppalinn hjá Chelsea og því telst sala á honum sem hreinn hagnaður.
Broja er 22 ára gamall en hann var lánaður til Fulham á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Nú segja ensk blöð að Wolves, Crystal Palace og Everton séu öll áhugasöm um að kaupa hann.
Broja er frá Albaníu og hefur sannað það að hann geti ógnað með hraða sínum og krafti.