fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Leit að ungum manni bar ekki árangur í nótt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 31. maí 2024 07:09

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru meðal annars kallaðar út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að karlmanni um tvítugt, sem talinn er hafa fallið í Fnjóska rétt ofan við ósa hennar skammt frá Pálsgerði um kvöldmatarleytið í gærkvöld, hefur enn engan árangur borið.

Í nótt voru viðbragðsaðilar við leit en hún bar ekki árangur. Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra verður leitað áfram í dag og hefur verið óskað liðsinnis björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu til að bætast í leitarhópinn.

Að sögn lögreglu eru aðstæður á vettvangi erfiðar. Árin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Lögregla mun veita frekar upplýsingar um framgang leitarinnar í dag.

Maðurinn var með þremur félögum sínum og hvarf hann þeim sjónum í ánni og voru björgunarsveitir þegar kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks