fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Grindvíkingarnir þrír sem neituðu lögreglunni á leiðinni úr bænum – „Við eigum að fá að stjórna því hvenær við förum“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 29. maí 2024 15:46

Mynd: Grindavíkurbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingarnir þrír sem neituðu að rýma eftir skipun lögreglunnar eru nú á leiðinni út úr bænum. Þeir segja að lögreglan eigi ekki að ráða því hvenær þeir fara úr bænum.

„Við erum lögð af stað núna. Rafmagnið er farið og hraunið komið yfir Grindavíkurveginn. Staurarnir eru að brenna,“ segir Magnús Gunnarsson, einn af þeim sem neituðu að fara úr bænum eins og lögreglan hafði fyrirskipað. „Við nennum ekki að vera hérna í rafmagnsleysi og svo fer vatnið kannski líka.“

Lögreglan fyrirskipaði rýmingu áður en eldgosið hófst í dag og almennt gekk rýmingin vel. Greint var þó frá því að þrír íbúar hefðu neitað að fara.

Aðspurður segist Magnús ekki vera hræddur við afleiðingarnar af því að óhlýðnast lögreglunni.

„Þeir lúffuðu bara. Þeir brutust ekki inn,“ segir hann. „Við eigum heima í Grindavík. Þetta er okkar heimili. Við eigum að fá að stjórna því hvenær við förum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump