fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar lýsa yfir stuðningi við Höllu Hrund

Eyjan
Mánudaginn 27. maí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að það hafi vakið mikla athygli um helgina þegar tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, hvor úr sínum flokknum, lýstu yfir stuðningi við Höllu Hrund Logadóttur í komandi forsetakosningum. Geir Haarde, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra árin 2006 til 2009, og Jóhanna Sigurðardóttir, sem var formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra árin 2009 til 2013, birtu hvort um sig stuðningsyfirlýsingu við Höllu og lögðu mikla áherslu á góða eiginleika hennar og haldgóða menntun og starfsreynslu hér á landi og erlendis. Þau lýstu því yfir að þau teldu Höllu Hrund hafa mesta hæfileika allar frambjóðenda til að gegna embætti forseta Íslands.

Einnig vakti athygli að fyrrum samráðherra og samflokksmaður Katrínar Jakobsdóttur, Jón Bjarnason, lýsti einnig yfir eindregnum stuðningi við Höllu Hrund. Katrín Jakobsdóttir átti sæti í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur árin 2009 til 2013 og Jón Bjarnason sat þar einnig á vegum Vinstri grænna. Þau hafa því bæði haft gott tækifæri til að meta getu Katrínar til að sinna mikilvægum viðfangsefnum en velja að styðja annan frambjóðanda í forsetakosningunum. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli kjósenda, en bæði DV.is og Mbl.is hafa greint frá þessum stuðningsyfirlýsingum.

Orðið á götunni er að Katrín virðist einkum sækja fylgi sitt til margra kjósenda hinnar óvinsælu ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Athygli vekur að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við framboð Katrínar þótt ýmsir fótgönguliðar þeirra hafi opinberað stuðning sinn við hana.

Orðið á götunni er að vægi opinberra stuðningsyfirlýsinga sumra flokksmanna ríkisstjórnarflokkanna við Katrínu Jakobsdóttur sé léttvægt – eða jafnvel einungis til að skemma fyrir. Augljós dæmi um það séu einarðar stuðningsyfirlýsingar frá frekjukörlunum Guðna Ágústssyni, Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, Hjörleifi Guttormssyni og Brynjari Níelssyni sem allir hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við Katrínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi