fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Ærumeiðingarmál til Hæstaréttar – Sagði mann hafa nauðgað átta ára barni

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. maí 2024 14:30

Hæstiréttur mun fjalla um málið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur fallist á að taka ærumeiðingarmál sem lýtur að ummælum um kynferðisbrot á Facebook og í skilaboðum á Instagram. Kona sem sagði mann hafa nauðgað barni þegar hann sjáflur var barn var sýknuð bæði í héraðsdómi og Landsrétti.

DV fjallaði um sýknudóminn yfir konunni í lok marsmánaðar.

Á meðal skilaboða sem kærð voru úr Instagram skilaboðum má nefna:

„Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“

Á meðal skrifa í lokaðan Facebook hóp má nefna:

„Hann var 12 ára þegar hann nauðgaði 8 ára barni. Það var ekki kært þar sem þetta kom upp 10 árum seinna. Barnavernd vill helst ekki skipta sér af þegar hann vinnur í kringum börn því það er engin kæra.“

Konan hafnaði því hins vegar að hafa skrifað færslurnar þar, sem voru nafnlausar.

Sjá einnig:

Sýknuð í meiðyrðamáli – Sagði mann haldinn barnagirnd vegna brots sem hann á að hafa framið þegar hann var barn

Að mati dómara höfðu ekki komið fram sannanir um að konan hefði skrifað Facebook ummælin. Hvað Instagram ummælin varðar hafi ekki verið sannað að þau hefðu ekki verið skrifuð í góðri trú.

„Að virtum gögnum málsins verður dómur í því talin geta haft fordæmisgildi um mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífs. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðunarorðum Hæstaréttar á föstudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Í gær

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“