fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 08:51

Halldór Baldursson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson ætlar ekki að biðja Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðanda afsökunar á skopmynd sem hann teiknaði og birtist á vef Vísis um síðustu helgi.

Arnar Þór kærði myndina til siðanefndar Blaðamannafélag Íslands en á myndinni mátti sjá Arnar Þór í búningi nasista.

Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag segist Halldór telja að Arnar hafi misskilið myndina og honum þyki gagnrýnin ekki sanngjörn. Með myndinni hafi hann viljað draga fram hörðustu gagnrýnina sem forsetaframbjóðendur hafa orðið fyrir. Með myndinni sé hann ekki að segja að Arnar Þór sé nasisti. „Ég er að segja að þessi umræða er til,“ segir hann við Heimildina.

Arnar Þór og Halldór fóru yfir málið á Bylgjunni í vikunni og segir Halldór að áður en viðtalið fór fram hafi þeir rifist. „Við tókumst hart á í viðtalinu og eftir viðtalið héldum við aðeins áfram og róuðumst aðeins. Hann endaði með því að árita bók handa mér með vinsemd.“

Halldór er fastur á því að biðja Arnar Þór ekki afsökunar á myndinni.

„Ég sagði honum alveg skýrt og greinilega þegar við kvöddumst í vinsemd að ég ætlaði ekki að biðja hann afsökunar og hann tók því vel. Við erum sáttir en ekkert endilega sammála,“ segir hann við Heimildina þar sem nánar er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK