fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. maí 2024 08:00

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Vörð af kröfu verktakafyrirtækis á Egilsstöðum vegna altjóns sem varð á fokdýrri beltagröfu sumarið 2022.

Um var að ræða gröfu af gerðinni Hyunday HX380L og var verðmæti hennar 28 milljónir króna samkvæmt vátryggingarskírteini gröfunnar.

Þann 16. ágúst 2022 var verið að nota gröfuna við að dýpka höfnina í Borgarfirði eystra. Rann grafan þá skyndilega af stað út í höfnina og hafnaði í sjónum. Málsaðilum, verktakafyrirtækinu og tryggingafélaginu, greindi á um ástæðu þess að það gerðist.

Í lögregluskýrslu vegna málsins sagði stjórnandi gröfunnar að hann hafi verið með vélina á grjótpúða úti í sjónum þar sem hann var að fleyga en grjótpúðinn gefið sig með þeim afleiðingum að vélin fór út í sjó og á bólakaf. Dómkvaddur matsmaður fór yfir tjónið á gröfunni og mat það svo að viðgerð væri ekki forsvaranleg og því um að ræða altjón. Taldi hann virði hennar þá vera 26,7 milljónir króna.

Tryggingafélagið taldi að tjónið félli ekki undir húftryggingu á vátryggingarskírteini. Benti félagið á að vinna við dýpkun hafnar fæli í sér sérstaka áhættu sem félagið var ekki upplýst um þegar tryggingin var keypt.

Í niðurstöðu dómara eru skilmálar tryggingarinnar tíundaðir en þar segir:

„Félagið bætir skemmdir af vinnuvélinni sjálfri og eðlilegum aukahlutum, svo sem grjótgrindum  og  venjulegum útvörðum, af  eldingu, eldsvoða  (ef eldur verður laus) og sprengingu sem stafar af honum, af árekstri, áakstri, veltu eða hrapi vinnuvélarinnar, grjóthruni, snjóflóði úr fjallshlíð og skriðufalli.“

Verktakafyrirtækið sem um ræðir, Ylur ehf., byggði á því að tjónið á gröfunni hefði orðið vegna hraps vélarinnar, grjóthruns og skriðufalls en því mótmælti Vörður.

Að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að grafan hefði „hrapað“ í umrætt sinn þar sem grafan rann til. Dómurinn féllst ekki heldur á að slysið hafi orðið vegna „grjóthruns“ og féllst á það með Verði að með orðinu grjóthrun sé átt við að grjót hrynji á ökutæki. Að lokum féllst dómurinn ekki heldur á að tjónið hafi orðið vegna „skriðufalls“ enda hafi grjótpúðinn gefið sig undan þunga vélarinnar.

Verktakafyrirtækið hélt því einnig fram að Vörður hefði viðurkennt bótaskyldu í málinu með því að lýsa því yfir að tryggingafélagið myndi greiða allan kostnað við að bjarga gröfunni úr sjónum. Í dómnum er bent á að björgunarkostnaður hafi ekki verið hluti af umræddri tryggingu og þegar slysið varð hafi tildrög slyssins ekki legið ljós fyrir. Var því ekki fallist á það með fyrirtækinu að Vörður hefði með þessu viðurkennt bótaskyldu.

Var Vörður því sýknaður af kröfum verktakafyrirtækisins í málinu.

Hér má sjá myndband af atvikinu sem Austurfrétt birti:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“