fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 14:38

Ásdís Rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísdrottningin, athafnakonan og glamúrfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er komin með 1.500 meðmælendur, sem er lágmarksfjöldi til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands.

Hún bætist því í hóp Katrínar Jakobsdóttur, Jóns Gnarr, Ástþórs Magnússonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrundar Logadóttur, Arnars Þórs Jónssonar og Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur.

„Stórum áfanga náð! Þetta var erfiðasti parturinn fyrir mig. Það eru kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir því hversu stórt afrek þetta er. Það að kona úr mínum heimi hafi náð að komast inn á lista af topp tíu forsetaframbjóðendum,“ segir Ásdís Rán í samtali við DV.

„Þetta var auðveldara fyrir hina, enda allir tengdir inn í pólitík með einhverjum hætti og með reynslu og mikinn stuðning á þessu sviði frá flokksmönnum og hinum ýmsu hópum sem standa að baki þeirra. Næstu vikur verða hins vegar töluvert skemmtilegri fyrir mig þar sem sviðsljósið er mitt sérsvið og þar á ég vonandi eftir að fá að láta ljós mitt skína. Ég tek næstu skref með jákvæðni og æðruleysi að leiðarljósi og kem til dyranna eins og ég er klædd,“ segir hún kímin.

„Það eru öll meðmæli komin í hús já, ég ætla samt að halda áfram að þiggja meðmæli fram á lokadag til að vera örugg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós