fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu velunnarar og gestir Sundhallar Reykjavíkur rita nafn sitt undir opið bréf til Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifa þeir er um fyrirhugaðar breytingar á Sundhöllinni og er  óhætt að segja að velunnurum þessarar merku byggingar lítist illa á þær breytingar.

„Sund­höll Reykja­vík­ur er meðal merk­ustu bygg­inga borg­ar­inn­ar. Hún hef­ur ekki bara glæsi­legt klass­ískt ytra út­lit held­ur er innri gerð henn­ar sam­gró­in þeirri heild sem blas­ir við úti sem og inni í laug­inni sjálfri. Hún er ein af fyrstu og fáum bygg­ing­um frá fyrri helm­ingi liðinn­ar ald­ar þar sem gætt er full­kom­ins sam­ræm­is í stíl og hönn­un ytra sem innra, milli stórra sem smæstu ein­inga og ein­stakra hluta. Hún er samþætt heild­arlista­verk þar sem hver hannaður kimi, stall­ur eða sylla er hluti af órjúf­an­legri samof­inni heild, enda sögð og skrá­sett sem alfriðuð, þótt sú vernd virðist eig­end­um ekki íþyngj­andi. Við bygg­ingu nýrr­ar úti­laug­ar voru gerðar breyt­ing­ar í inn­gangs- og af­greiðslu­rými hall­ar­inn­ar sem breyttu út­liti og and­rými húss­ins, sem mörg­um þótti miður og að mestu óþarfar. Aðrar lausn­ir voru í boði. Fyrr­nefnd­ar breyt­ing­ar snertu þó ekki kjarn­ann, sjálft laug­ar­húsið,“ segir í greininni.

Greinarhöfundar segja að nú skuli reitt að nýju til höggs.

„Breyta skal laug­ar­bökk­un­um og end­ur­gera í sam­ræmi við nú­tíma­kröf­ur, eyðileggja laug­ar­bakk­ana sem eru órjúf­an­leg­ur hluti af heild­inni og end­ur­hanna þá eft­ir kröf­um um nú­tíma­sund­laug­ar.“

Að mati greinarhöfunda er engin knýj­andi þörf er á þess­ari breyt­ingu, enda ekki gerð með þarf­ir sund­gesta að leiðarljósi held­ur sam­kvæmt óskil­greind­um nú­tíma­kröf­um.

„Gangi þetta fram verður þessu ein­stæða lista­verki Guðjóns Samú­els­son­ar spillt var­an­lega, til fram­búðar. Óþarfi að minna á þá sóun al­manna­fjár sem fylg­ir. Sund­höll­in þarfn­ast vissu­lega viðgerða. Látið þar við sitja. Notið pen­ing­ana í þarfari hluti. Ágætu borg­ar­stjór­ar, þótt búið sé að prím­signa þetta skemmd­ar­verk í stofn­un­um borg­ar­inn­ar, þá er enn ekki of seint að hverfa frá verknaðinum. Látið þess­ar breyt­ing­ar daga uppi og ónýt­ast. Gerið þetta fyr­ir borg­ar­búa í virðing­ar­skyni við ein­stakt lista­verk á reyk­vískri grund.“

Undir bréfið skrifa Þröst­ur Ólafs­son, Hol­berg Más­son, Hjör­leif­ur Stef­áns­son, Helgi Hjálm­ars­son, Leif­ur Breiðfjörð, Helgi Gísla­son, Magnús Gunn­ars­son, Helgi Þorgils Friðjóns­son, Sig­urður Gísli Pálma­son, Lár­us Hall­dórs­son. Þá kemur fram að fjöl­marg­ir aðrir vel­unn­ar­ar og gest­ir Sund­hall­ar­inn­ar séu þessarar skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“