fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Botnaði ekki í þessu í leik Íslands á dögunum

433
Laugardaginn 13. apríl 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nadía Atladóttir, nýr leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Þar var að sjálfsögðu rætt um kvennalandsliðið sem hóf leik í undankeppni EM á dögunum. Liðið vann Pólland 3-0 heima en tapaði 3-1 gegn Þjóðverjum ytra.

„Mér fannst þær góðar á móti Póllandi. Allt virkaði frekar vel, uppleggið og þess háttar. En mér fannst þær svolítið slappar á móti Þýskalandi, opnar og þegar þú ert að spila á móti liði eins og Þýskalandi verður þú að nýta færin þín betur. Þær fengu góð færi í stöðunni 1-0 og Ingibjörg átti náttúrulega bara að setja hann eftir aukaspyrnuna. Ég held að liggur við hver sem er hefði skorað svo það var frekar vont að hafa hafsent í þessari stöðu,“ sagði Nadía.

Hún hefði viljað sjá íslenska liðið aðlagast því betur að Sveindís Jane Jónsdóttir hafi farið meidd af velli fyrir Bryndísi Örnu Níelsdóttur.

„Sveindís fór út af og mér fannst þær halda áfram með þessa löngu bolta. Þú verður að geta breytt leikplaninu. Bryndís er ekki svoleiðis leikmaður.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
Hide picture