fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Þola Tenerife-búar ekki lengur túrista? – Innfæddir búa í bílum og hellum af því húsnæði er of dýrt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 20:45

Skjáskot af Facebook-síðu Canarain Weekly

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxandi andúð íbúa á Kanaríeyjum á ferðamennsku, ekki síst á Tenerife, hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Þann 20. apríl eru fyrirhuguð mótmæli á Tenerife gegn túrismanum en kröftug mótmæli af slíku tagi voru haldin á eyjunni síðastliðið vor.

Veggjakrot með áletrunum á borð við „Tourist go home“ verða sífellt meira áberandi. Fjallað er um þessa þróun á fréttavef Sky en gífurlega margir Englendingar sækja til Kanaríeyja og margir Englendingar eru búsettir þar. Í frétt Sky kemur fram að mikill húsnæðisvandi er á eyjunum. Á sama tíma og gistirýmum fjölgi stöðugt fækki möguleikum innfæddra til að eignast heimili. Margir þurfi að láta fyrirberast í bílum og hellum. Þetta valdi eðlilega gremju og örvæntingu.

Í leiðara Canarian Weekly segir að það sé heimskulegt að spreyja fúkyrðum á byggingar en engu að síður sé óánægja margra innfæddra með þróun mála eðlileg þar sem síaukin ferðamennska valdi álagi á innviði og mikilli húsnæðiseklu. Það sé hins vegar ekki við ferðamenn að sakast heldur yfirvöld.

DV ræddi þetta stuttlega við Hannes Guðmundsson, Íslending sem hefur verið búsettur á Tenerife í nokkur ár og unir sér þar vel. Hannes telur að andúð á ferðamönnum á Tenerife sé nokkuð orðum aukin í fréttum og hún sé ekki útbreidd.

„Heimamenn gera sér grein fyrir því að þeir lifa á túrismanum og án hans væri lítið um að vera á eyjunum,“ segir Hannes.

Hann segir að umræðan og vandamálin tengd ferðamennsku séu ekki ólík því sem er í gangi á Íslandi. Ferðamennskan valdi t.d. miklu álagi á innviði á báðum stöðunum.

„Mikill fjöldi túrista hefur áhrif á innviði á eyjunum, til dæmis mikið álag á vegakerfið og heilbrigðiskerfið.“ Áhrifin á fasteignamarkaðinn séu líka áþreifanleg. „Fasteignaverð hér hefur hækkað mjög mikið.“

Ef þeirri spurningu, hvort Tenerife-búar þoli ekki lengur túrista, væri bara hægt að svara játandi eða neitandi, þá segist Hannes ekki vera í neinum vafa um að hann myndi svara neitandi.

„Ég myndi segja nei. Hagkerfið hérna byggist upp á ferðamannaiðnanum og fólk er vel meðvitað um það.“

Í grein Canarian Weekly segir að ferðamannaiðnaðurinn hafi skapað gífurlegan húsnæðisvanda, sérstaklega á suðurhluta Tenerife, en þangað sækja afar margir Íslendingar. Í greininni segir að ferðamannaiðnaðurinn sé samfélaginu á Suður-Tenerife lífsnauðsynlegur en vandamálin sem hann skapi veki sífellt meiri áhyggjur. Sífellt meira húsnæði sé leigt út til ferðamanna sem leiði til sífellt meiri skorts á húsnæði fyrir heimamenn. Græðgi bæjarstjórnaryfirvalda leiði til þess að þau samþykki sífellt fleiri hótelbyggingar án þess að hugsa út í hvar starfsfólk þessara hótel eigi að búa. Þetta valdi gremju og óróa. En vandamálið eru ekki túristarnir sjálfir. Þeir eru nauðsynlegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“