fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Reynisfjara besta strönd í Evrópu – Sú sjötta besta í heimi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 20:30

Reynisfjara er stórbrotin og falleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynisfjara, sem útlendingar þekkja sem Black Sand Beach, hafnaði í sjötta sæti á lista yfir 100 bestu strendur heimsins. Hún var jafn framt sú efsta í Evrópu.

Listinn heitir Golden Beach Award og er veittur af bresku samtökunum Beach Atlas. Strendurnar eru metnar út frá ýmsum þáttum, svo sem mikilvægi í nærumhverfinu, menningarlegu mikilvægi, líffræði, landafræði og vitaskuld fegurð.

Reynisfjara er eina íslenska ströndin sem komst á lista og ein af aðeins tveimur evrópskum. En hin var Omaha strönd í Normandí þar sem bandamenn hófu frelsun sína á Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni á D-dag 6. júní 1944.

BeachAtlas.com

Besta strönd í heimi er aftur á móti strönd sem tilheyrir Frakklandi óbeint. Það er Bora Bora ströndin í Frönsku Pólinesíu í Kyrrahafi. Þar á eftir koma Boulders Beach í Suður Afríku, Wakiki störnd í Hawaii í Bandaríkjunum, Copacabana í Brasilíu og Maya Bay í Tælandi.

Á meðal annarra þekktra stranda sem komust á topp 100 listann má nefna Bondi strönd í Ástralíu, ströndina í Pattaya í Tælandi, ströndina í Brighton í Bretlandi, Uttakleiv í Noregi og Amager strönd í Danmörku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald