fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

„Við viljum gjarnan skjóta þá alla“ – Sístækkandi hópur veldur áhyggjum

Pressan
Laugardaginn 6. apríl 2024 16:00

Úlfhundur. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum 25 árum sást úlfur, sem var gjörólíkur öðrum úlfum, í fyrsta sinn á ítalska náttúruverndarsvæðinu Gran Bosco di Salbertrand í Piemonte í norðvesturhluta landsins.

Þetta var kvendýr sem var ekki með gráan feld. Það var hvítt. „Við héldum að dýrið myndi láta sig hverfa,“ sagði Elisa Ramassa, sem starfar á náttúruverndarsvæðinu, í samtali við The Guardian.

En hvíta úlfynjan fann sér maka og þau eignuðust afkvæmi saman. Úlfar af þessari tegund eru ekki lengur neitt einsdæmi því margir slíkir hafa sést í Evrópu. Þetta eru hvítir úlfar sem eru afkomendur úlfs og hunds, svokallaðir úlfhundar og þeir fjölga sér hratt víða í Evrópu.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að á mörgum svæðum á norðanverðri Ítalíu eru úlfhundar og afkomendur þeirra um 70% af samanlögðum úlfastofnum. Talning leiddi í ljós að úlfhundar hafa sést í 21 Evrópuríki af þeim 28 þar sem leitað var að þeim.

Ástæðan fyrir þessari blöndun tegundanna er að úlfar færa sig sífellt nær borgum og bæjum og þar komast þeir í tæri við gæludýr og götuhunda.

Sumir vísindamenn gleðjast yfir þessari nýju úlfategund því þeir telja hana vera betur í stakk búna til að laga sig að nútímanum þar sem úlfar og fólk búa nálægt hvert öðru. En aðrir óttast að nýja tegundin muni taka algjörlega yfir og ógna tilvist evrópska úlfsins sem hefur um langa hríð verið alfriðaður í ESB.

Í löndum á borð við Austurríki, Sviss, Pólland og Slóveníu hefur verið gripið til harðra aðgerða til að vernda evrópska úlfinn og hafa úlfhundar verið aflífaðir. Francesca Marucco, sem er vísindalegur ráðgjafi hjá Life WolfAlps EU sem fylgist með úlfum í Ölpunum, sagði í samtali við The Guardian: „Við viljum gjarnan skjóta þá alla eins fljótt og auðið er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig