fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Kastaði af sér þvagi og dró svo upp hníf

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 06:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.

Á stöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um einstakling sem kastaði af sér þvagi í garði. Sá hótaði öðrum í kjölfarið með hníf. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu.

Á sama svæði bárust tvær tilkynningar um samkvæmishávaða sem lögregla sinnti og þá var tilkynnt um hávaða sökum þess að einhver var að þvo bílinn sinn.

Lögregla fékk svo tilkynningu um 4-6 ferðamenn sem voru hjálparvana við Gróttuvita. Ekki reyndist þörf á frekari aðstoð þegar lögreglu bar að garði, en ekki fylgja með upplýsingar um það í skeyti lögreglu hvert vandamálið var.

Tvær tilkynningar bárust um líkamsárásir í miðborginni og eru málin til rannsóknar. Þá var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að tilkynnt var um mann sem gekk berskersgang í heimahúsi í hverfi 105.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns