fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir: Metnaður og kraftur í skólunum en dapurlegt sinnuleysi stjórnvalda

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. mars 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undarlegt er að ekki megi mæla árangur nemenda í skólum á sama tíma og þessir sömu nemendur taka þátt í keppnisíþróttum þar sem árangur er mældur á mótum. Mikill metnaður og kraftur er ríkjandi í skólum landsins en dapurlegt sinnuleysi ræður ríkjum hjá stjórnvöldum. Mikilvægt er að fá endurgjöf á skólastarfi, mælingar, sem í eina tíð hétu próf. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Eyjan _Thorbjorg_4.mp4
play-sharp-fill

Eyjan _Thorbjorg_4.mp4

Er kennaramenntun að fylgja þeirri samfélagsþróun sem hér er að verða eða erum við enn þá að mennta kennara til að fara inn í skólana 1975?

„Ég verð að viðurkenna að ég á ekki svar við því. Eitt af því sem ég nefndi var endurgjöf á skólastarfi. Hvar er hún? Ég er sjálf þeirrar skoðunar að mælingar, sem í eina tíð hétu próf, eigi að hjálpa skólunum, hjálpa skólunum að grípa nemendur þannig að það verði ekki bara ljóst í lok grunnskólagöngunnar að 40 prósent geti ekki lesið sér til gagns. Við eigum ekki að hræðast þetta, þetta er til að hjálpa nemendum og skólunum,“ segir Þorbjörg Sigríður.

Hún segist gera sér grein fyrir því að um þetta séu skiptar skoðanir en segist telja að svona mælingar séu stuðningstæki. Síðan sé það ábyrgra stjórnvalda að marka stefnu. Það sé svo önnur saga hvernig við förum með þessi próf. „En það á ekki að hræðast mælingarnar vegna þess að þær eru til gagns og stuðnings.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

Ég veit að ef ég fer ekki á vigtina veit ég ekkert hvort allt stefnir í óefni eða hvort ég er í góðum málum.

„Já, og ég veit að þegar ég hætti að fara á vigtina er ég í vondum málum,“ segir Þorbjörg Sigríður og skellir upp úr.

Er það kannski málið, við vitum að staðan er svo slæm að við getum eiginlega ekki hugsað okkur að sjá töluna, að fá mælinguna?

„Ég átta mig ekki á því hvað það er en svo erum við með sömu krakka sem taka þátt í íþróttum og eru á mótum þar sem er verið að mæla árangur og árangur til gagns. Ég verð að viðurkenna að mér finnst svona tilfinningin tvíþætt eftir þessar skólaheimsóknir. Takmarkalaus aðdáun á kennurunum og skólunum og ótrúlega miklum metnaði og krafti sem mér fannst ég upplifa þar en líka allt að því dapurleiki því að það var svo rauður þráður í því sem þau voru öll að segja – ákveðið sinnuleysi stjórnvalda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Hide picture