fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Howard Webb með áhugaverða skoðun – Segir VAR hafa virkað fullkomlega í umdeildum dómi á Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Howard Webb, yfirmaður dómara á Englandi segir að VAR hafi virkað mjög vel í afar umdeildu atvik á Anfield fyrir rúmri viku síðan í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vildi þá fá vítaspyrnu í uppbótartímar þegar Jeremy Doku virtist brjóta á Alexis Mac Allister innan teigs.

Webb segir að VAR hafi virkað vel þarna, ekki hafi verið um augljóst brot að ræða og þá eigi VAR að virka svona.

„Fólk er ekki sammála um þetta, ef dómarinn hefði dæmt víti á vellinum þá hefði VAR líklega stutt þá ákvörðun,“ segir Webb.

„Hann telur þetta ekki víti og þá fellur það svona, Michael Oliver segir að boltinn sé á milli og Doku lyftir löppinni og fer í boltann.“

„Við vitum að hann snertir Mac Allister svo í kjölfarið.“

„VAR skoðar þetta og sér ekki augljós mistök dómarans, þess vegna lætur VAR þetta vera og styður dómarann. Þetta er það sem fólk í leiknum vill sjá.“

„VAR virkaði vel þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum