fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Þorvaldur um gosið: „Þetta eru þessar tvær sviðsmyndir sem eru mögulegar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að tvær sviðsmyndir séu mögulegar vegna eldgossins sem hófst milli Hagafells og Stóra-Skógfells á Reykjanesskaga á laugardagskvöld. Lítill fyrirvari var á upphafi gossins sem var mjög kraftmikið til að byrja með.

Þorvaldur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að ein stærsta spurningin sé hvort innflæði kviku minnki eða hvort sama atburðarás og hefur verið í gangi undir Svartsengi haldi áfram.

Þorvaldur segir við Morgunblaðið:

„Það sem maður horfir núna í er hvernig framhaldið verður. Svo er spurning hvernig flæðið úr dýpra kvikuhólfi í það grynnra verður, hvort það nái jafnvægi og haldist í fjórum rúmmetrum á sekúndu. Ef það gerist þá fáum við svipaða atburðarás og var núna frá síðasta gosi, fimm til sex vikur á milli atburða. Ef innflæði úr dýpra kvikuhólfi heldur áfram að hægja á sér, þá sjáum við fyrir endann á þessu og þá lýkur þessu eftir um tvo mánuði. Þetta eru þessar tvær sviðsmyndir sem eru mögulegar en nú þarf bara að fylgjast með og sjá hvað setur,“ segir hann.

Rólegt var á gosstöðvunum í nótt og hafði RÚV eftir Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, í morgun að nær engin skjálftavirkni hafi verið við kvikuganginn í nótt. Um miðja nótt hafi virst draga úr krafti gossins en viknin sé núna svipuð og í gær og gígar að byggjast upp í gossprungunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“

Rakel var á flugvelli þegar hún heyrði athyglisvert samtal: „Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð“
Fréttir
Í gær

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu