fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hareide vildi ekki ræða hugsanlega áfrýjun – „Það væri synd fyrir Ísland og Albert“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 17:09

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson er mættur aftur í landsliðshóp Íslands fyrir komandi umspilsleik gegn Ísrael. Age Hareide landsliðsþjálfari fagnar því að fá hann aftur inn í liðið.

Hareide hefur ekki mátt velja Albert í undanförnum landsleikjum vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti hans, sem nú hefur verið látið niður falla. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta haust en hann hefur hafnað allri sök í málinu.

Lögregla hafði rannsakað málið sem fór á borð ákærusviðs sem ákvað að fella það niður, var það ekki talið líklegt til sakfellingar miðað við niðurstöðuna.

Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert, sagði við 433.is í vikunni að ekki sé búið að ákveða hvort þeirri ákvörðun verði áfrýjað. „Það liggur ekki fyrir ákvörðun um það. Fresturinn til þess er út 22.mars nk,“ sagði Eva Bryndís í skriflegu svari við fyrirspurn 433.is.

Miðað við regluverk KSÍ mætti Albert ekki spila með íslenska liðinu ef ákvörðuninni verður áfrýjað.

„Ég get ekki sagt mikið um það,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag, spurður út í málið.

„Það eru reglur í sambandinu sem ég verð að fylgja. Það var synd fyrir Ísland og Albert.“

Sem fyrr segir er Hareide afar ánægður með að fá Albert aftur inn í hópinn, en kappinn hefur farið á kostum með Genoa.

„Ég hef verið í góðu sambandi við Albert. Það var mikilvægt fyrir Albert að vita að hann gæti spilað þegar væri er laus allra mála. Hann er það núna og er því með. Hann vill ólmur koma inn og hjálpa liðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni