fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Jón Viðar ekki sáttur – „Æ,æ, að hann Eiríkur skuli alltaf þurfa að láta svona“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 15:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Jón Viðar Jónsson, leiklistargagnrýnandi og samfélagsrýnir, taki ekki undir með Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor emeritus í íslensku, í gagnrýni hans á þau áform Birgis Þórarinssonar alþingismanns að beita sér fyrir því á þingi að sett verði skilyrði um kunnáttu í íslensku við veitingu leyfa til aksturs leigubíla. Segir Eiríkur áform Birgis bera vott um andúð á útlendingum.

Sjá einnig: Eiríkur segir tillöguna skelfilega:„Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast“

Í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón Viðar:

„Æ,æ, að hann Eiríkur skuli alltaf þurfa að láta svona.“

Þar er Jón Viðar væntanlega að vísa til þess að Eiríkur hefur oft látið þau orð falla opinberlega að kröfur um íslenskukunnáttu fólks af erlendum uppruna ættu ekki að ganga úr hófi fram.

Jón Viðar telur ákveðna þversögn vera í málflutningi Eiríks:

„Hér segist hann vilja að öllum útlendingum sem hingað koma til starfa sé gert að læra íslensku – samt rýkur hann upp og óskapast yfir því að þeim útlendingum, sem fá hér að keyra leigubíl, sé gert skylt að læra íslensku. Og þykist ekki sjá að íslenskukunnátta þeirra hafi nokkur áhrif á ratvísi þeirra eða fjármálalæsi.“

Hvetur þingmenn til að hlusta ekki á Eirík

Jón Viðar lýsir því næst ánægju með áformin um að herða kröfur um íslenskukunnáttu leigubílstjóra:

„Ég hefði í hans sporum fagnað því að Alþingi skuli nú loks ætla að gera eitthvað i málunum og byrjaði á leigubílsstjórunum sem hver heilvita maður sér að eiga að vera liðugt mælandi á okkar göfugu norrænu tungu. En nei, því miður – Eirikur er einn þeirra sem alltaf eru að farast úr áhyggjum yfir því að við séum ekki nógu góð við blessaða innflytjendurna og flest okkar bölvaðir rasistar undir niðri.“

Að lokum hvetur Jón Viðar alþingismenn til að hlusta ekki á andmæli Eiríks:

„En kæru alþingismenn, ef einhver ykkar skyldi slysast til að rekast á þetta horn mitt – endilega ekki hlusta á hann Eirík, þó prófessor sé og hálærður í tungunni, því hér talar pólitíkusinn í honum, en ekki sá vandaði fagmaður sem sat mikilsvirtur á kennarastóli i Háskólanum á árum áður!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara

Yfirþjálfara fimleikadeildar Gróttu sagt upp störfum – Málið tengist þjálfunaraðferðum hjá umdeildum gestaþjálfara
Fréttir
Í gær

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“

Tíkin Tita var drepin á Laugarási – „Tímaspursmál hvenær þessir hundar ráðast á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“

Auði brugðið við að fylgjast með blindfullum útskriftarnemum dimmitera í miðbænum – „Þar ælir hann og ælir, milli þess sem hann missir meðvitund“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand

Rekstur Base Parking virðist vera að sigla í strand