fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Ráðist á Árna Tómas lækni: „Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 11:00

Árni Tómas. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Tómas Ragnarsson læknir varð fyrir líkamsárás í vikunni þegar tveir þrekvaxnir menn mættu til hans og heimtuðu nýtt vottorð vegna morfínlyfja. Frá þessu greinir Árni í ítarlegu viðtali við Heimildina sem kom út í dag.

Árni Tómas, sem er gigtarlæknir, hefur verið talsvert í umræðunni upp á síðkastið en hann var sviptur leyfi fyrir skemmstu til að skrifa út morfínskyld lyf.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að Árni sé að jafna sig eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás síðastliðinn þriðjudag.

„Það komu tveir þreknir gaurar til mín á stofuna og voru nokkuð aggressívir. Þeir vildu að ég breytti vottorði sem ég hafði gefið mömmu annars þeirra. Hún hafði flúið til Spánar eftir að ég var hættur þar sem fíklamál eru frjálslegri. Hún bað mig um að skrifa vottorð um að hún hefði fengið dópið hjá mér og að ég bætti við að hún væri að taka þetta vegna gigtar og gamals fótbrots. Ég hafði sagt henni að ég myndi ekki staðfesta það heldur myndi ég bara skrifa að hún væri drug addict, sem er rétt,“ segir hann við Heimildina.

Árni segir að þetta hafi endað þannig á þriðjudag að hann var kýldur mjög föstu höggi fyrir bringspalirnar. Kveðst hann hafa legið emjandi á gólfinu eftir árásina. Árni segist hafa tilkynnt málið til lögreglu og líklega hafi verið um tvo handrukkara að ræða.

Ítarlegt viðtal við Árna má nálgast í Heimildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar