fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Þess vegna er lögregla sögð vilja ná tali af Stefáni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 13:11

Stefán Ingimar Koeppen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í gær tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem fram kom að íslenskur karlmaður, Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, væri eftirlýstur af Interpol.

Tekið var fram í tilkynningunni að eftirlýsingin væri tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna. Ekki er vitað hvar Stefán heldur sig en á vef Interpol kemur fram að hann tali íslensku, þýsku og ensku.

RÚV greindi frá því í morgun að lögregla vilji ná tali af honum vegna rannsóknar á stóru fíkniefnamáli sem kom upp í fyrra. Þá lagði lögregla hald á tugi kílóa af amfetamíni sem komu hingað til lands með Norrænu. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins en sleppt síðar.

Þá segir RÚV að lögregla vilji einnig ná tali af honum vegna fíkniefnamáls sem kom upp fyrir tæpum áratug síðan. Stefán hefur komist í kast við lögin hér á landi vegna fíkniefnamála áður. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir um tuttugu árum vegna innflutnings á kókaíni og amfetamíni árin 1998 og 2001.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið