fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Jón Gnarr birti dularfulla færslu um helgina – Er hann á leið í forsetaframboð?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. mars 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, leikari og handritshöfundur, birti áhugaverða færslu á Facebook um helgina. Birti hann mynd af sjálfum sér, þar sem hann er íbygginn á svip, en við myndina skrifar hann: „Íhugar næstu skref“.

Óhætt er að segja að þessi sakleysislega færsla hafi vakið mikla athygli og virðast margir túlka hana þannig að Jón liggi nú undir feldi og íhugi forsetaframboð.

Margir af fylgjendum Jóns hvetja hann raunar til að fara fram í athugasemdum sem snúast nær allar um hugsanlegt forsetaframboð.

„Farðu í forsetaframboð ekki seinna en strax,“ segir einn. Annar segir: „Þú átt minn stuðning í Forsetaembættið. Kominn tími á forseta með húmor.“ Og enn annar segir: „Þú færð pottþétt mitt atkvæði og án vafa mörg önnur. Koma svo, láttu vaða.“

Hvort Jón fari í forsetaframboð skal ósagt látið að svo stöddu þó að líkurnar séu ef til vill ekki miklar eins og sakir standa. Jón var sem kunnugt er borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 og fórst það ágætlega úr hendi.

Orðið á götunni á Eyjunni fjallaði um líklega forsetaframbjóðendur í gær og þar var komið inn á hugsanlegt framboð Jóns.

Sjá einnig: Orðið á götunni: Baldri enn kalt og Katrín undirbýr dýrasta framboð Evrópusögunnar

Um hugsanlegt framboð Jón sagði: „Jón Gnarr útilokaði ekki framboð, en hefur lítið gert til að minna á sig. Jón er þó ólíkindatól og er það til marks um slagkraft Jóns að þrátt fyrir litlar tilraunir til þess að vekja athygli á sér er hann hvergi vanmetinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni