fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Hnífamaðurinn hefur hótað vararíkisaksóknara og fjölskyldu hans lífláti árum saman

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. mars 2024 08:35

Helgi Magnús Gunnarsson og fjölskylda hans hafa þurft að þola hótanir og áreiti frá hnífamanninum árum saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem réðst fyrirvaralaust með hníf á tvo starfsmenn verslunarinnar OK Market í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara, og fjölskyldu hans um langt skeið. Frá þessu greinir Helgi Magnús í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann veitti DV góðfúslegt leyfi til að birta.

„Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ skrifar Helgi Magnús í færslunni. Miðað við sögu mannsins hefur Helgi Magnús metið sem svo að fullt tilefni væri til að taka þær alvarlega.

Geta andað léttar á meðan maðurinn er í gæsluvarðhaldi

Fram hefur komið að árásarmaðurinn er góðkunningi lögreglunnar og afbrotasaga hans sé löng hérlendis. Hann hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir skjalafals og sakfelldur fyrir fjölmörg brot þar á meðal vald­stjórn­ar­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, lík­ams­árás, hús­brot og brot gegn sótt­varna­lög­um.

Hann var handtekinn skömmu eftir árásina í OK Market og var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Það er ákveðinn léttir fyrir Helga Magnús og fjölskyldu hans.

“Ég þarf ekki að búast við honum við útidyrnar með hníf í hönd, né börnin mín og konan, næstu fjórar vikur ef þetta stendur,” skrifar vararíkissaksóknarinn.

Telur að vísa eigi manninum af landi brott

Eins og fram hefur komið er síbrotamaðurinn af erlendu bergi brotinn og segir Helgi Magnús í færslunni sér þyki merkilegt að ekki sé búið að vísa manninum af landi brott en telur að það sé merki um forgangsröðun Alþingis.

„Það skiptir greinilega minna máli öryggi okkar sem vinnum í kerfinu fyrir almenning og öryggi fjölskyldna okkar, þar með talið lögreglumanna sem hafa haft af honum afskipti. Heldur skiptir meira máli að veita slíkum manni uppihald og framfærslu úr sameiginlegum sjóðum,“ skrifar Helgi Magnús og klikkir út með að vitna í orð Kára Stefánssonar.

„Ég held að Kári Stef hafi rétt fyrir sér við Íslendingar erum líklega heimskasta þjóð í heimi, í það minnsta sú aumasta,“ skrifar vararíkissaksóknarinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“