fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Fréttir

Gerendur í 35 ofbeldis- og kynferðisbrotamálum hafa sloppið við refsingu vegna brota sinna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. mars 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa 31 dómar fyrir ofbeldisbrot og fjórir dómar fyrir kynferðisbrot fyrnst á síðastliðnum áratug, gerendur hafa því komist undan fangelsisvist vegna brota sinna. 

Kemur þetta fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur um fullnustu dóma. Fyrirspurnin var í fjórum liðum.

Fjórir dómar vegna kynferðisbrota

Fyrsta spurning sneri að því um hvers konar kynferðisbrot var að ræða í fjórum fangelsisdómum fyrir kynferðisbrot sem höfðu fyrnst síðastliðinn áratug og hversu þungir dómar höfðu fallið í þeim.

Samkvæmt svari dómsmálaráðherra var refsing á bilinu níu mánaða til tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn 209. gr. og 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

 

  1. gr.

[Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.] 

  1. gr.

[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.] 

[Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að [6 árum]. 

31 dómur vegna ofbeldisbrot

Önnur spurning sneri að því um hvers konar ofbeldisbrot var að ræða í alls 31 dómi fyrir ofbeldisbrot sem höfðu fyrnst á sama tímabili og hversu þungir dómar höfðu fallið í þeim.

Samkvæmt svari dómsmálaráðherra var refsing á bilinu fjögurra til 24 mánaða fangelsi fyrir brot gegn 1. mgr. 106. gr., 1. mgr. 217. gr., 1. og 2. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga.

 

  1. gr.

Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvæmd slíks starfa eða neyða starfsmanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. [Ef brot samkvæmt þessari málsgrein beinist að opinberum starfsmanni, sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar, má beita fangelsi allt að 8 árum.] [Beita má sektum, ef brot er smáfellt.] 

  1. gr.

[Hver, sem gerist sekur um líkamsárás, enda sé hún ekki svo mikil sem í 218. gr. segir, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 6 mánuðum], en fangelsi allt að 1 ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð.)

  1. gr.

[Hafi maður með vísvitandi líkamsárás valdið öðrum manni tjóni á líkama eða heilbrigði, og þessar afleiðingar árásarinnar verða taldar honum til sakar vegna ásetnings eða gáleysis, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru.

Nú hlýst stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ. á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir líkamsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum.] 

  1. gr.

Hver, sem sviptir annan mann frelsi sínu, skal sæta fangelsi allt að 4 árum.

Í báðum tilvikum taldi ráðuneytið ekki unnt að veita frekari upplýsingar er málin varðaði þar sem tilvikin eru það fá að um persónugreinanlegar upplýsingar gæti verið að ræða.

Ekki boðlegt að fangelsi geti ekki sinnt skyldu sinni vegna vanfjármögnunar

Var dómsmálaráðherra jafnframt spurður hvort hann teldi það boðlegt að vegna vanfjármögnunar hafi fangelsi landsins ekki burði til að framfylgja niðurstöðum dómstóla og fullnusta refsidóma?

„Að mati dómsmálaráðherra er óboðlegt að dæmt fólk komist hjá refsingum vegna þess að fangelsiskerfið hafi ekki tök á að boða dómþola í afplánun. Dómsmálaráðuneytið hefur gripið til margvíslegra aðgerða til að stytta boðunarlista og þá hefur auknum fjármunum verið veitt í málaflokkinn, meðal annars til að geta fullnýtt þau pláss sem þegar eru til staðar í fangelsum. Það er þó mat ráðherra að grípa þurfi til enn frekari aðgerða, en ráðuneytið er til dæmis að hefja vinnu við heildstæða stefnumótun þegar kemur að málaflokknum. Markmiðið er að fullnusta refsinga fari fram með öruggum og skilvirkum hætti svo að unnt sé að tryggja bæði almenn og sérstök varnaðaráhrif refsinga en einnig til að draga úr líkum á ítrekun brota og stuðla að endurhæfingu og aðlögun dómþola að samfélaginu. Meðal þess sem er til skoðunar er möguleiki á fjölbreyttari fullnustuúrræðum og að greina stöðuna í húsnæðismálum með langtímasjónarmið í huga.“

Stórtækar umbætur framundan

Að lokum var dómsmálaráðherra spurður að því um hversu margra ára skeið Fangelsismálastofnun hefur sætt niðurskurðarkröfum.

Í svari dómsmálaráðherra kom fram að allt frá árinu 2005 og til ársins í ár hefur verið gerð hagræðingarkrafa til Fangelsismálastofnunar, að undanskildum árunum 2006 og 2017. 

„Þó er rétt að benda á að nýjum verkefnum hefur oft fylgt fjármagn, til dæmis var byggt nýtt fangelsi á Hólmsheiði á þessum tíma. Í fjáraukalögum 2022 var samþykkt 150 millj. kr. framlag til styrkingar starfseminni og árið 2023 var lagt til um 300 millj. kr. fjárveiting til að mæta veikleikum í rekstri Fangelsismálastofnunar.

Þá er rétt að nefna að nýlega hefur ráðherra kynnt stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis og fjölgun rýma í fangelsinu á Sogni. Samhliða umbótum á innviðum fangelsiskerfisins, sem framangreindar aðgerðir fela sannarlega í sér, verður farið í endurskoðun fullnustulaga með áherslu á endurhæfingu og nútímalega nálgun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“

Víkingur Heiðar blandar sér í þjóðfélagsumræðuna – „Ég held að þjóð þín sé reyndar komin með nóg af gífuryrðunum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum

Fyrrum fjármálastjóri dró aha.is fyrir dóm – Sagðist eiga inni orlof en var á móti sakaður um að hafa ofreiknað eigið orlof með bókhaldsbrögðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut

Nöfn unga fólksins sem lést í banaslysinu á Eyjafjarðarbraut