fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Kvartað undan kakkalökkum á hóteli Davíðs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. mars 2024 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir Reykjavík Downtown Hotel virðast heilt yfir ekki hafa verið mjög ánægðir með dvöl sína á hótelinu við Skólavörðustíg.

Hótelið, sem er í eigu Davíðs Viðarssonar, áður Quang Le, var innsiglað í aðgerðum lögreglu í vikunni vegna gruns um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Hótelið er í sama húsi og einn af veitingastöðum Pho Vietnam-keðjunnar.

Á vefnum Booking.com er hótelið með einkunnina 6,1 og er það einkum staðsetningin sem gestir eru ánægðastir með. Annað, til dæmis þrifnaður, er eitthvað sem margir kvarta undan.

Í einni umsögn frá 18. febrúar síðastliðnum kvartar danskur gestur undan kakkalökkum á hótelinu. „Það er hægt að skilja að hótelið sé komið til ára sinna en það afsakar ekki skelfilega lykt, skítugt baðherbergi og kakkalakka í herberginu.“

Annar gestur frá Bandaríkjunum skrifaði umsögn í nóvember síðastliðnum. „Heimsins minnsta baðherbergi og sturta. Það er bókstaflega ekki hægt að standa fyrir framan vaskinn. Mygla í baðherberginu og sturtunni.“

Þá kvartar viðkomandi, eins og aðrir, undan bilaðri lyftu og slæmri lykt.

Annar bandarískur gestur, Jennifer, skrifaði umsögn í október og kvartaði þá undan kakkalakka í herberginu daginn sem þau yfirgáfu hótelið. Úkraínumaður sem skrifaði umsögn í júlí kvartaði undan óhreinindum í herberginu og „eggjalykt“ á baðherberginu. Þá hefði allt verið morandi í kakkalökkum.

Lögregla tilkynnti í gær að þrír karlar og þrjár konur séu í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar umfangsmikilla aðgerða í fyrradag.

Eins og fram hefur komið var tilefni aðgerðanna rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi.

Við rannsókn málsins hefur verið rætt við töluvert af fólki sem grunsemdir eru um að séu þolendur mansals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi

Útlendingur staðinn að þjófnaði og umsvifalaust vísað frá landi
Fréttir
Í gær

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien

„Óttasleginn“ Rob Reiner með játningu um son sinn í jólaboði Conan O’Brien
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag

Svona verða götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og Gamlársdag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“