fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

SalMar og tólf önnur fiskeldisfyrirtæki kærð fyrir umfangsmikið verðsamráð

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 6. mars 2024 22:30

Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö stórmarkaðir í Bretlandi hafa kært þrettán fiskeldisfyrirtæki fyrir verðsamráð. Þar á meðal SalMar, eiganda Arnarlax á Íslandi. Kærunni er beint til þarlendra samkeppnisyfirvalda.

Fréttamiðillinn Just Food greinir frá þessu.

Markaðirnir sem standa að kærunni eru Aldi, Asda, Morrisons, Marks and Spencer, Ocado, Iceland og The Co-op. Auk SalMar er kærunni meðal annars beint gegn Mowi, Grieg, Lerøy, Bremnes, Cermaq og fleirum.

118 milljarðar króna

Í stefnunni segir að meint samkeppnisbrot fiskeldisfyrirtækjanna hafi staðið yfir á árunum 2011 til 2019. Hafa stórmarkaðirnir reiknað sér tap upp á 675 milljónir punda, eða tæpa 118 milljarða króna á umræddu tímabili vegna hins meinta samráðs.

Telja markaðirnir að samráðið hafi náð til allrar keðjunnar, allt frá hráum fisk, frystum, reyktum og yfir í ýmsar unnar laxaafurðir.

Að sögn þeirra er hið meinta verðsamráð brot á breskum samkeppnislögum auk tvíhliða viðskiptasáttmála á milli Bretlands, Evrópusambandsins og EES ríkja.

Neituðu að svara

„Smásölufyrirtæki leitast við að bjóða bestu verðin til neytenda og ef það er grunur um að framleiðendur komi í veg fyrir það þá mun það alltaf hafa afleiðingar,“ sagði Andrew Opie, forstjóri hagsmunasamtaka breskra smásölufyrirtækja, BRC, í yfirlýsingu.

Í frétt Just Food kemur fram að haft hafi verið samband við fiskeldisfyrirtækin en þau neitað að svara spurningum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga