fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gylfi Þór æfir með íslensku liði á Spáni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 11:12

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur undanfarið æft með Fylki í æfingaferð liðsins á Spáni. Þetta kemur fram í Gula Spjaldinu.

Gylfi hefur undanfarnar vikur æft einn ásamt þjálfara á Spáni, þar sem hann er í endurhæfingu eftir að hafa meiðst í haust. Rifti hann samningi sínum við danska félagið Lyngby vegna meiðslanna. Nú hefur hann verið að mæta á æfingar með Fylkismönnum.

Hinn 34 ára gamli Gylfi sneri aftur á völlinn eftir meira en tveggja ára fjarveru í haust og spilaði fyrir Lyngby. Hann var hins vegar þar um stutt skeið.

Gylfi sneri aftur í íslenska landsliðið en ólíklegt þykir þó um þessar mundir að hann verði í hópnum sem mætir Ísrael í mikilvægum umspilsleik síðar í þessum mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag