fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Nýjar tölur varpa ljósi á hversu margir rússneskir hermenn neita að berjast í Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. mars 2024 04:30

Rússneskir hermenn á hersýningu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta rússneskir hermenn voru varla komnir á vígvöllinn í Úkraínu í október 2022 þegar þeir stungu af frá hersveit sinni í skjóli nætur. Þeir höfðu verið kvaddir í herinn mánuði áður þegar Vladímír Pútín greip til herkvaðningar.

Mennirnir höfðu allir látið reyna á herkvaðninguna fyrir dómstólum en án árangurs. Þeir voru því sendir gegn vilja sínum til Luhansk í austurhluta Úkraínu. En kvöldið sem þeir komu að víglínunni ákváðu þeir að flýja aftur heim til Rússlands.

Þeir komu við í búð þar sem þeir gátu keypt sér fatnað til að skipta einkennisfatnaðinum út. Því næst húkkuðu þeir sér far til Moskvu.

Þegar þangað var komið áttuðu þeir sig á að þeir gátu ekki farið heim til sín, en þeir eru frá Kalíníngrad, og gáfu þeir sig því fram við lögregluna og afhentu vopn sín.

Margir þeirra höfðu fengið gömul vopn, framleidd á áttunda áratugnum, og lítið af skotfærum. Við nánari skoðun reyndist byssa eins þeirra vera óvirk.

En að mati herdómstóls réttlætti þetta ekki liðhlaup þeirra.

Projekt, sem er óháður rússneskur rannsóknarmiðill, skýrir frá þessu og byggir á dómskjölum. Þau sýna að mennirnir voru dæmdir í 6,5 til 7 ára vistar í fangabúðum.

Því fer víðs fjarri að þetta séu einu rússnesku hermennirnir sem hafa reynt að komast hjá því að berjast í Úkraínu.

Frá upphafi innrásarinnar fyrir rétt rúmum tveimur árum hafa rúmlega 4.600 rússneskir hermenn verið dæmdir fyrir að neita að berjast. Þeir hafa gerst liðhlaupar, yfirgefið hersveitir sínar, neitað að hlýða fyrirskipunum eða gert sér upp veikindi.

Mikil aukning varð í þessum málum á síðasta ári en þá voru rúmlega 4.800 slík mál skráð.

Haustið 2022 voru gerðar lagabreytingar sem þyngdu refsingar fyrir liðhlaup og er hámarksrefsingin nú 15 ára vist í fangabúðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Í gær

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann