fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Viðsnúningur í geðheilbrigði – Ungt fólk nú líklegast til að hrökklast af vinnumarkaði

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 26. febrúar 2024 11:30

Horfur ungs fólks á vinnumarkaði hafa versnað til muna. Mynd/úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á þrítugsaldri er líklegra til þess að hrökklast af vinnumarkaði en fólk á fimmtugsaldri. Í gegnum tíðina hefur yngsta fólkið verið það sem hefur síst fallið af vinnumarkaði.

Þetta sýnir ný rannsókn sem tveir hagfræðingar gerðu fyrir bresku hugveituna Resolution Foundation. En hennar markmið er að auka lífsgæði lægri og millistétta fjölskyldna.

5 prósent á örorku

Á síðasta ári voru 5 prósent fólks undir 25 ára utan vinnumarkaðar vegna veikinda. Helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk hrökklast af vinnumarkaði eru andleg veikindi og kvillar.

Samkvæmt skýrslunni er þessi hópur, yngsta fólkið á vinnumarkaði, með verstu andlegu heilsuna af öllum. Þetta er algjör viðsnúningur frá því að sams konar rannsókn var gerð fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Þá var yngsta fólkið með bestu andlegu heilsuna.

Þriðjungur með einkenni

Rúmur þriðjungur, 34 prósent, fólks á aldrinum 18 til 24 ára voru með einhver einkenni andlegra veikinda. Svo sem kvíða, þunglyndis eða geðhvarfasýki. 41 prósent kvenna og 26 prósent karla. Árið 2000 var hlutfallið 24 prósent.

Louise Murphy, sem leiddi rannsóknina, segir versta hópinn þann sem sækir sér ekki menntun.

„Fjárhagslegar afleiðingar slæmrar andlegrar heilsu eru verstar hjá fólki sem fer ekki í háskóla, einn af hverjum þremur með algengra andlega kvilla eru utan vinnumarkaðar,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla

Varla byggt fjölbýlishús á Íslandi sem er án galla
Fréttir
Í gær

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“