fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Ætla að fjölga hælisleitendum í gamla bandaríska sendiráðinu við Laufásveg – 17 manns saman í bílskúr

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. febrúar 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE), sem er fyrir hönd Vinnumálastofnunar leigutaki að húsnæði við Laufásveg, vill fjölga hælisleitendum í húsnæðinu úr 80 í 97. Í athugasemd við tillögu að deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19 og 21-23 og Þingholtsstræti 34 er þessi ósk sett fram. FSRE byggir á minnisblaði frá verkfræðistofunni Örugg sem kemst að þeirri niðurstöðu að aukningin standist ákvæði um brunavarnir enda séu ekki fleiri en 10 manns í hverju brunahólfi.

Húsnæðið sem hér um ræðir hýsti áður skrifstofur bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi 21-23 og bílskúra á baklóðinni við Laufásveg 19 (sendiráðið er nú að Engjateigi 7).

Til að koma 97 manns fyrir í þessu húsnæði er meðal annars lagt til eftirfarandi skv. áðurnefndu minnisblaði:

Í húsnæði sem áður var bílskúr verði þrímennt í þremur herbergjum sem eru frá tæpum 12 og upp í rúmir 13 fermetrar að stærð. Í öllum skúrnum, sem lagt er til að hýsi 17 manns, er eitt  salerni og sturta í sama rými, engin eldunaraðstaða og u.þ.b. 20 fermetra samverurými í gluggalausu horni.

Í öðru rými er meðal annars lagt til að u.þ.b. 30 fermetra herbergi verði hólfað af fyrir 10 íbúa.

Sjá nánar um tillögurnar hér: Minnisblað Laufásvegur 21-23

Uppdrættir birtust nokkrum klukkustundum áður en frestur rann út

Áformin vekja nokkra tortryggni íbúa í nágrenninu sem þótti fjöldinn ærinn fyrir, eða 80 manns. Margt fleira vekur þó gagnrýni, til dæmis það að nýir uppdrættir frá FSRE um fjölgun íbúa úr 80 í 97 birtust ekki fyrr en í gærkvöld en á miðnætti í gærkvöld rann út frestur til að gera athugasemdir við nýtt deiliskipulag á reitnum.

Enn meiri tortryggni vekur að í deiluskipulaginu er kveðið á um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Sumir sem hafa gert athugasemdir við málið telja deiliskipulagstillöguna afar villandi með því að boða breytingu í íbúðarhúsnæði og tala svo um „íbúðir“ í svörum til hagsmunaðila þegar síðar komi í ljós að alls ekki sé um íbúðir að ræða heldur afar stórt búsetuúrræði og mögulega enn stærra en áður hafði verið andmælt.

Þess má geta að í umsögn Íbúasamtaka miðborgarinnar í Skipulagsgátt kemur fram að samtökin geta ekki tekið afstöðu til deiliskipulagstillögunnar vegna skorts á upplýsingum. Í umsögninni segir:

„Eftir fyrirspurn til Íbúaráðs miðborgar í lok janúar um fyrirkomulag ætlaðs íbúðarhúsnæðis, þar sem engir uppdrættir eða frekari upplýsingar fylgdu framkominni tillögu að deiliskipulagi, barst stjórn ÍMR svar þriðjudaginn 20. febrúar þess efnis að þarna yrði ekki um hefðbundnar íbúðir að ræða heldur þrjár íbúðir sem opnað verði á milli fyrir 80 íbúa. Engir uppdrættir eða vísan í uppdrætti fylgdu svarinu. Þessar upplýsingar komu ekki fram í birtum gögnum um deiliskipulagstillöguna en vekja áhyggjur af því að ekki standi til að innrétta eiginlegt íbúðarhúsnæði eins og ráða má af orðalagi tillögunnar. Án frekari upplýsinga um útfærslu mögulegs úrræðis og þar sem frestur til athugasemda er að renna út getur stjórn ÍMR því miður ekki tekið upplýsta afstöðu til tillögunnar. Stjórn ÍMR ítrekar því aðeins mikilvægi þess að í íbúðabyggð verði ætíð vandað til þeirra búsetuskilyrða sem heimiluð verða svo upplifun allra verði jákvæð, bæði íbúa og okkar sem í hverfinu búum.“

Óútkljáð deila um eignarhald á baklóð

Í nokkrum athugasemda er bent á að ótkljáð sé deila um eignarhald á baklóðinni á Laufásvegi 19. Skúrarnir voru seldir frá Laufásvegi 19 með umdeildum hætti og síðar sölsaði sendiráðið alla lóðina undir sig, lét fjarlæga sorptunnur íbúa, festi þær við útidyr götumegin og læsti hliðum svo íbúar höfðu ekki lengur aðgang að baklóð eigin húss. Þegar sendiráðshúsið var síðan selt fyrir nokkrum árum voru komin í gildi lög um fjöleignarhús sem kveða á um að sé bílskúr í eigu utanaðkomandi aðila sem vilji selja hann skuli hann gefa hlutaðeigandi eigendum og húsfélagi kost á að kaupa skúrinn.

Óttast stimplun

Einn íbúi í nágrenninu taldi að sumir íbúa veigri sér við að gera athugasemdir við áformin af ótta við að fá á sig stimpil um rasisma eða að viðkomandi vilji ekki hafa hælisleitendur í nágrenni við sig. Svo sé þó ekki. Gagnrýnendur áformanna vilji hins vegar þvert á móti gera vel við hælisleitendur en geri athugasemd við að svo mörgu fólki sé hrúgað saman í jafnlítið rými. Telja þeir mikilvægt að hælisleitendur búi við mannsæmandi aðstæður og þar fari hagsmunir allra saman. Ennfremur sé um að ræða risastórt búseturúrræði sem hafi verið kynnt sem íbúðarhúsnæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025

Sigga Beinteins er bæjarlistamaður Kópavogs 2025
Fréttir
Í gær

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum

Vilja nota veiðigjaldið til að bjarga menningarverðmætum
Fréttir
Í gær

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“

Ísland eins og litla stelpan á skólalóðinni: „Hún gekk svo langt að kalla þá aumingja og ræfla. Þá loksins tóku tuddarnir eftir henni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði

Hefur matvælaverð þrefaldast út af Viðskiptaráði Íslands? – Hagfræðingur tætir í sig svarta skýrslu um svarta sauði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot

Dýrkeyptir svartir sauðir sem ekki mátti reka fyrir slaka frammistöðu, fyrir einelti, nektarplaköt eða fyrir trúnaðarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“

Reiði í Garðabæ – „Fannst fólki alveg í lagi að vera með svaka flugeldasýningu kl 3.30 í nótt?“