fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Segir að Rússar noti gervihnetti Elon Musk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 04:25

Teikning af gervihnöttum Starlink. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn, sem berjast í Úkraínu, nota Starlink gervihnetti Elon Musk til að eiga í samskiptum sín á milli og til að stýra drónum.

Þetta sagði Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, í samtali við bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal. Hann sagði að Rússar hafi notað gervihnettina um hríð en Starlink er í eigu milljarðamæringsins Elon Musk sem á einnig samfélagsmiðilinn X, Tesla og SpaceX.

Budanov sagði að rússnesk fyrirtæki í einkaeigu hafi keypt aðgang að kerfinu í gegnum milliliði, þar á meðal í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Hann sagði að rússneskar hersveitir noti gervihnettina til samskipta í fremstu víglínu.

Úkraínumenn nota sjálfir þessa gervihnetti. Á síðasta ári sögðu úkraínsk yfirvöld að herinn, sjúkrahús, fyrirtæki og hjálparsamtök noti um 42.000 Starlink gervihnetti til samskipta. Bandaríkjaher hefur aðstoðað Úkraínumenn við að greiða kostnaðinn sem hlýst af notkun gervihnattanna.

Starlink hefur sagt að fyrirtækið stundi ekki viðskipti við Rússland en fyrirtækið hefur ekki svarað spurningum Reuters um hvort fyrirtækið geti vísað því á bug að Rússar noti gervihnettina.

Sérfræðingar telja að það geri Úkraínumönnum erfitt fyrir við að hlusta á fjarskipti Rússa ef þeir nota Starlink-gervihnetti til fjarskipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga