Sir Jim Ratcliffe ný eigandi hjá Manchester United grínast með það hvort Sheik Jassim sé til í raun og veru, enginn hafi séð hann eða viti neitt um hann.
Glazer fjölskyldan ákvað að selja Ratcliffe 27,7 prósent hlut en Sheik Jassim frá Katar vildi kaupa allt félagið.
Glazser fjölskyldan fékk hins vegar aldrei að hitta Sheik Jassim og hefði ekkert öryggi um greiðslur frá honum.
„Það hefur enginn séð hann,“ sagði Ratcliffe um málið nú þegar kaup hans hafa gengið í gegn.
„Glazer fjölskyldan hitti hann aldrei, ég er ekki viss um að hann sé til.“
Glazer fjölskyldan mun leyfa Ratcliffe að ráða ansi miklu og taka yfir stjórnina á félaginu að mestu.