Rafael van der Vaart hraunar yfir Ajax fyrir það að hafa sótt Jordan Henderson, hann segir hann lítið sem ekkert geta.
Ajax sótti Henderson frá Sádí Arabíu í janúar og er hann launahæsti leikmaður hollenska liðsins.
„Ajax fékk inn leikmann sem er með enginn gæði, félagið þarf að lifa með því út tímabilið,“ segir Van der Vaart.
„Jordan Henderson mætir og sendir bara til hliðar, eða til baka.“
„Það er enginn glaður með þetta.“
Henderson hefur byrjað síðustu leiki hjá Ajax en ekki fengið mikla ást fyrir frammistöðu sína.