Kona á miðjum aldri varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu, laust fyrst kl. í 11 í morgun, að maður hrinti henni í götuna, hrifsaði af henni veski og hljóp í burtu. Atvikið átti sér stað í Mjóddinni.
Samkvæmt lýsingu sjónvarvotta á vettvangi hlupu borgarar á eftir ræningjanum og endurheimtu veskið. Ekki er vitað hvort maðurinn náði að hafa verðmæti með sér eða ekki.
Konan hafði verið að sækja sér fé úr hraðbanka Landsbankans á staðnum er maðurinn réðst á hana.
Lögregla var ekki komin á vettvang er DV ræddi við sjónarvotta. Að þeirra sögn virtist konan ómeidd eftir árásina en henni var mjög brugðið.