fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Magnús Kjartan greindur með hvítblæði – „Við finnum stuðninginn og tökum þessu verkefni af fullum þunga“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 22:10

Magnús Kjartan Eyjólfsson Mynd: Gassi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Kjartan Eyjólfsson, tónlistarmaður og aðalsöngvari Stuðlabandsins, greindist með hvítblæði í gær. Unnusta hans, Sigríður Jónsdóttir, greinir frá veikindum Magnúsar í færslu á Facebook. Hún segir þau þakklát fyrir að meinið hafi greinst á byrjunarstigi, en ljóst sé að framundan er nýr veruleiki og stærsta verkefni fjölskyldunnar til þessa. 

Magnús Kjartan verður 41 árs á miðvikudag og hafa vinir parsins sent þeim hlýjar baráttukveðjur. 

„Lífið hendir í okkur alls konar verkefnum og er oft á tíðum óttalega mikill niðurgangur á sama tíma og það getur verið fallegt, gefandi og frábært. Í dag markar svolítið nýjan veruleika hjá okkur „litlu“ fjölskyldunni þar sem við tökumst á við stærsta verkefnið til þessa. Í gær greindist elsku besti Maggi okkar með bráðahvítblæði. Þessi tegund er svokölluð barnahvítblæði, en 4/5 sem greinast eru börn,“ segir Sigríður, en slær svo léttu gríni á sinn mann: „Enda Maggi minn stórt Mannabarn.“

„Við erum þakklát fyrir að hafa að öllum líkindum uppgötvað þetta strax á algjöru byrjunarstigi en það breytir ekki þeirri staðreynd að framundan er allskonar.“

Maggi og Sigríður á góðri stundu á Þjóðhátíð, en Maggi hefur komið fram þar nokkrum sinnum.
Mynd: Facebook.

Sjokkið ekki komið en markmiðið skýrt

Maggi dvelur nú á blóð- og krabbameinsdeild LSH við Hringbraut, þar sem hann verður næsta mánuðinn í það minnsta. Segir Sigríður starfsfólkið yndislegt, vel haldið utan um Magga og fjölskylduna, en aðstæðurnar auðvitað óraunverulegar.

Nóttin gekk þokkalega, en Sigríður svaf í stól við hliðina á rúmi Magga. Segir hún hann hafa hvílst ágætlega og gott hafi verið að hitta lækninn hans saman í morgun. Segir hún Magga hafi sagt í gær að sjokkið væri ekki komið, en það færi að síast inn.

„En vissulega smá skjálfti í okkur, en við erum með skýra sýn á það hvað markmiðið er, og það er að koma sterkari út úr þessu saman og senda þetta krabbamein beinustu leið til helvxxxx, og Maggi okkar mun standa uppi sem sigurvegarinn sem hann er!“

Segir Sigríður Magga langa mest heim til að knúsa dætur þeirra og það stefni hann á að gera sem allra allra fyrst.

„Við stelpurnar erum frekar bognar og beyglaðar, en á sama tíma ákveðnar í því að halda öllu gangandi hér heima á meðan okkar allra besti sinnir sínu stóra verkefni, verkefni sem við getum ekki gert fyrir hann. Við finnum stuðninginn, og tökum þessu verkefni af fullum þunga-því það vita það allir að þetta er „keppni“ og ekkert annað en sigur sem er ásættanleg útkoma!“

Maggi kann að meta baráttukveðjurnar

Segist Sigríður munu reyna að halda öllum eins upplýstum eins og hægt er, Maggi sé með símann sinn og þætti vænt um að fá baráttukveðjur í verkefninu sem framundan er, en heimsóknir og slíkt þurfi að fara í gegnum hana eða starfsfólk deildarinnar. „Með tilliti til hvort hann geti tekið á móti gestum eða hafi þol líkamlega og andlega til þess. Það þarf að stýra því aðeins og óþarfi að hann sé að hugsa um það ofan á allt annað.

Knús og ást á línuna og við öskrum saman hátt og skýrt: FOKK KRABBAMEIN“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn