fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Fiskeldi undir linnulausum árásum eitraðra marglytta

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. febrúar 2024 15:30

Eldisfiskum getur stafað mikil hætta af marglyttum. Mynd/Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salmar, eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum heims og eigandi hins íslenska Arnarlax, hefur orðið fyrir linnulausum árásum marglytta á stöðvum sínum í norðurhluta Noregs á undanförnum mánuðum. Hefur þetta valdið því að farga þurfti mikið af eldisfisknum.

„Það eru meira en tuttugu ár síðan Salmar lenti í sambærilegum árásum marglytta í Noregi sagði Frode Arntsen, stjórnarformaður fyrirtækisins þegar hann kynnti ársuppgjör fyrirtækisins. „Því miður þá hafa þeir sem upplifðu árásina fyrir tuttugu árum sagt mér að þetta muni ekki lagast strax. Marglytturnar munu halda árásum sínum áfram í vetur, jafn vel fram í maí.“

Marglytturnar eru svo kallaðar „streng marglyttur“ sem minna um margt á gaddavír og geta náð þriggja metra lengd hvert dýr. Marglytturnar veiða í torfum og mynda eins konar net til þess að grípa fæðu sína, sem er aðallega svif. Fæðuna drepa marglytturnar með eitri.

 

Þó að eldislax sé ekki fæða marglytta þá getur hann farið mjög illa í árásum sem þessum og í mörgum tilfellum drepist. Einkum smæstu fiskarnir.

Árásirnar hófust í nóvember síðastliðnum og þurfti að grípa til þess að fara milljónum illa farinna fiska. Á tveimur seinustu mánuðum ársins þurfti að farga alls 20 þúsund tonnum af fiski.

Engu að síður telur fyrirtækið að afkoman fyrir árið í heild hafi verið mjög góð. En auk Noregs rekur Salmar fiskeldi bæði á Íslandi og í Skotlandi. Framleiðslan jókst um 31 prósent. Tekjurnar hækkuðu úr 4,5 milljarði norskra króna í 8,1 milljarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar