fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Fiskeldi undir linnulausum árásum eitraðra marglytta

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 16. febrúar 2024 15:30

Eldisfiskum getur stafað mikil hætta af marglyttum. Mynd/Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salmar, eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum heims og eigandi hins íslenska Arnarlax, hefur orðið fyrir linnulausum árásum marglytta á stöðvum sínum í norðurhluta Noregs á undanförnum mánuðum. Hefur þetta valdið því að farga þurfti mikið af eldisfisknum.

„Það eru meira en tuttugu ár síðan Salmar lenti í sambærilegum árásum marglytta í Noregi sagði Frode Arntsen, stjórnarformaður fyrirtækisins þegar hann kynnti ársuppgjör fyrirtækisins. „Því miður þá hafa þeir sem upplifðu árásina fyrir tuttugu árum sagt mér að þetta muni ekki lagast strax. Marglytturnar munu halda árásum sínum áfram í vetur, jafn vel fram í maí.“

Marglytturnar eru svo kallaðar „streng marglyttur“ sem minna um margt á gaddavír og geta náð þriggja metra lengd hvert dýr. Marglytturnar veiða í torfum og mynda eins konar net til þess að grípa fæðu sína, sem er aðallega svif. Fæðuna drepa marglytturnar með eitri.

 

Þó að eldislax sé ekki fæða marglytta þá getur hann farið mjög illa í árásum sem þessum og í mörgum tilfellum drepist. Einkum smæstu fiskarnir.

Árásirnar hófust í nóvember síðastliðnum og þurfti að grípa til þess að fara milljónum illa farinna fiska. Á tveimur seinustu mánuðum ársins þurfti að farga alls 20 þúsund tonnum af fiski.

Engu að síður telur fyrirtækið að afkoman fyrir árið í heild hafi verið mjög góð. En auk Noregs rekur Salmar fiskeldi bæði á Íslandi og í Skotlandi. Framleiðslan jókst um 31 prósent. Tekjurnar hækkuðu úr 4,5 milljarði norskra króna í 8,1 milljarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns