fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Þröstur bar nú upp vanhæfi á Jónínu – „Þessi tenging er mjög bein. Þetta snertir hana sjálfa“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 21:30

Eins og sést á myndinni kom tillagan flatt upp á Jónínu. Mynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn og ný valda vanhæfismál úlfaþyt í sveitarstjórn Múlaþings. Á fundi í gær bar Þröstur Jónsson, oddviti Miðflokks sem í tvígang hefur verið sendur vanhæfur út, upp tillögu um vanhæfi Jónínu Brynjólfsdóttur, oddvita Framsóknar og forseta sveitarstjórnar. En hún hefur áður borið upp tillögur um vanhæfi Þrastar.

„Ég steig þarna fram og benti á að það þyrfti að gæta jafnræðis. Það er búið að reka mig út tvisvar undir liðnum fundargerð,“ segir Þröstur við DV. Hins vegar væri ekki rétt að sveitarstjórnarfulltrúar ættu að vera vanhæfir út af þessu.

Verið var að taka fyrir kynningu á fundargerð heimastjórnar Seyðisfjarðar. Það er varðandi samráðshóp um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði, sem Þröstur á sæti í. En sá hópur var stofnaður eftir að Síldarvinnslan ákvað að loka fiskvinnslunni í bænum og þrjátíu störf glötuðust.

Á fundinum virtist tillagan koma flatt upp á Jónínu. Þar sem um störf samráðshópsins gætir trúnaður var gert fundarhlé til að Þröstur gæti útskýrt málið fyrir Jónínu. Varði það fundarhlé í hálftíma og var hiti í fólki.

Tengist Jónínu beint

Þröstur segir Jónínu tengjast inn í það sem gerist inni í þessum hóp en gæti ekki sagt hvað það er. „Þessi tenging er mjög bein. Þetta snertir hana sjálfa, ekki einhvern tengdan henni eins og í mínu tilfelli,“ segir hann.

Jónína, sem er safnstjóri Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði, steig í pontu eftir fundarhléið og útskýrði sitt mál. Taldi hún sig ekki vanhæfa.

Sjá einnig:

Sauð upp úr þegar Þröstur neitaði að yfirgefa salinn – Rætt um lögreglu og handalögmál

„Mögulegt vanhæfi tel ég ekki að eigi við í þessu tilfelli og ástæðu þess hef ég reifað hér í þessu fundarhléi,“ sagði hún.

Ástæðan væri sú að um kynningarmál væri að ræða en ekki afgreiðslumál. Þegar málið myndi hins vegar koma til afgreiðslu eða umsagnar byggðarráðs teldi hún allar líkur á að hún yrði vanhæf.

Var vanhæfistillaga Þrastar felld með 7 atkvæðu meirihlutans. 4 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.

Mörg mál og mikill hiti

Þröstur svaraði þessu úr pontu og sagði að þegar hafi verið gerður vanhæfur, í tengslum við leiðarval Fjarðaheiðagangna, hafi einnig verið um kynningarmál að ræða.

Annar Miðflokksmaður, Hannes Karl Hilmarsson, var einnig gerður vanhæfur í meðferð Fjarðarheiðargangnamála. Þá fékk Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, lögmann til þess að meta framtíðarhæfi fulltrúans Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur hjá Vinstri grænum í ljósi þess að hún hafi tekið við formennsku náttúruverndarsamtaka Austurlands.

Sjá einnig:

Bæjarstjóri fékk lögmann Arctic Hydro til að meta hæfi fulltrúa VG – Mikill hitafundur í gær

Mikill hiti hefur einkennt öll þessi mál og stór orð verið látin flakka. Á fundinum í gær steig Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi Vinstri grænna, í pontu og fullyrti að hvergi annars staðar en í Múlaþingi væru vanhæfismál orðin jafn ríkur þáttur í starfsemi sveitarstjórnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn