fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Dagbjört sendir neyðarkall: Þetta er svarið sem hún og sonur hennar fá alltaf

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 12:00

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, formaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra SAOF, segir það staðreynd að á Íslandi sé læknisþjónusta ekki fyrir alla.

„Ég og sonur minn höfum reynt það á eigin skinni. Við höfum þrisvar látið á það reyna að fara til læknis til að fá viðeigandi lyf vegna veikinda hans. Við fáum alltaf sama svarið og er það; við megum ekki skrifa upp á lyf fyrir þig, þú ert fíknisjúklingur,“ segir Dagbjört í aðsendri grein á vef Vísis.

Dagbjört hefur látið sig þessi málefni mikið varða og skrifað fjölda greina að undanförnu. Dagbjört segir að svarið sem hún og sonur hennar fái sé augljóslega fáránlegt í ljósi þess að hann var að leita læknis af því hann er fíknisjúklingur.

Sjá einnig: „Að komast í lyfjaskömmtun hjá Árna Tómasi lækni hefði breytt lífi sonar míns mikið“

Lífið eins og rússnesk rúlletta

„Hann þjáist vegna virks fíknisjúkdóms og er á biðlista eftir afeitrun. Núna er hann búinn að bíða í rúma 6 mánuði og á meðan hann bíður er líf hans í rússneskri rúllettu, því hann getur orðið fyrir því að fá dauðaskammt,“ segir Dagbjört.

Hún tekur fram í grein sinni að hún sé ekki að tala um að allir fíknisjúkir geti eða eigi að fá lyfjameðferð heldur sé hún að hugsa um þá allra veikustu sem í raun hanga í rússneskri rúllettu fyrir næsta skammt. „Það er fullréttlætanlegt að þeir komist í skömmtun, það er skaðaminnkandi og eðlileg læknishjálp.“

Dagbjört kveðst vita að sonur hennar sé á þeim stað að hann þarfnist lyfjameðferðar og eigi ekki að þurfa að líða fyrir sjúkdóminn.

„Hann á sama rétt og krabbameinssjúklingur sem fær lyfjameðferð við sínum sjúkdóm og gerir líf hans bærilegra. Það eru til lög í landinu sem eru mjög skýr og segja að hver sem þjáist vegna sjúkdóms, skuli fá viðeigandi meðferð, fíknisjúklingar heyra einmitt undir þessa skilgreiningu.“

Yfirvöldum skylt að bregðast við

Dagbjört segir að í dag sé brotið á fíknisjúklingum með því að neita þeim um viðeigandi lyfjameðferð. Brotið sé jafnvel ennþá verra í ljósi þeirrar staðreyndar að þeir hafi heldur ekki greiðan aðgang að afeitrunarstöð og eftirmeðferð.

„Þegar bið eftir afeitrun og meðferð er svo löng að hún getur og er að kosta mörg mannslíf, þá er yfirvöldum skylt að bregðast við því,“ segir hún.

Dagbjört segir að víða sé pottur brotinn í þessu kerfi okkar. Mál ungra fíknisjúklinga, barna undir 18 ára, séu í algjörum ólestri og fíknigeðdeild LSH sé vanvirk og smá og þurfi oft að vísa burt sjúklingum sem biðja um hjálp.

„Haldið þið að ríkið væri ekki búið að grípa inn í ef það væru 80 manns sem myndu deyja á einu ári vegna bílslysa og eða ungbarnadauða? Það er einmitt áætlaður að fjöldi dauðsfalla fyrir þetta ár verði áttatíu líf! Áttatíu líf! Auðvitað væri allt farið af stað í hvelli ef svo væri, en af því þetta eru fíkniefnaneytendur, þá upplifum við að fólkið okkar skipti ekki máli. Ekki bara frá yfirvöldum, heldur líka vegna sinnuleysi til hins almenna borgara,“ segir hún og heldur áfram:

„Ég rökstyð það með því að þegar ég sé allan þann fjölda fólks, sem rís upp og mótmælir vegna hvaladrápa eða blóðmerahalds, þá finnst mér lífshættulega veikir fíknisjúklingar sitji ekki jafnfætis hestum og hvölum. Hvar er allt þetta fólk sem við þurfum á að halda í baráttunni við stjórnvöld? Til þess að vekja þau! kæra fólk við þurfum á ykkur að halda því þannig getum við hreyft við stjórnvöldum og knúið þau til framkvæmda og ábyrgðar.“

Grein Dagbjartar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann