Samkvæmt frétt Indepedent er Kylian Mbappe til í að skoða það að ganga í raðir Arsenal í sumar, er það vegna þess að hann langi að feta í fótspor Thierry Henry.
Henry sem er einn besti franski fótboltamaður sögunnar átti góð ár hjá Arsenal.
Mbappe er 25 ára gamall en hann verður samningslaus hjá PSG í sumar og er að skoða það að fara í sumar.
Mbappe hefur átt í viðræðum við Real Madrid en spænska félagið vill ekki borga honum þau laun sem hann vill.
Mbappe skoðar málin sín núna en miðað við fréttirnar gæti Arsenal verið kostur en Liverpool hefur einnig verið orðað við hann.
Mbappe er launahæsti leikmaður Evrópu í dag en líklega lækka launin hans ákveði hann að fara frá PSG.