Undrabarnið Kobbie Mainoo virðist vera búinn að taka ákvörðun um hvaða landsliði hann leikur með í framtíðinni.
Frá þessu greina enskir miðlar en Mainoo hefur staðið sig mjög vel með Manchester United í vetur.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann sem getur valið á milli landsliða Englands sem og Gana.
Mainoo er ákveðinn í að leika fyrir England og eru líkur á að hann verði valinn í næsta landsliðshóp liðsins.
Mainoo spilaði aðeins sinn fyrsta aðalliðsleik í janúar á síðasta ári í sigri á Charlton í deildabikarnum.