fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Landris heldur áfram og líklega stutt í næsta gos

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 11:57

Það verður sennilega ekki langt þangað til það byrjar að gjósa aftur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landris heldur áfram á svæðinu við Svartsengi og má búast við nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi á næstu vikum.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að land rísi 0,5 – 1,0 sentímetra á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Þá haldi kvika áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi.

„Það eru því miklar líkur á að atburðarásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á það að frá því á hádegi 8. febrúar hafi jarðskjálftavirkni á svæðinu norðan Grindavíkur verið minniháttar, en um 50 smáskjálftar hafa mælst, allir um eða undir 1,0 að stærð.

„Einnig hefur verið smáskjálftavirkni í vestanverðu Fagradalsfjalli, en þar mældust rúmlega 100 skjálftar, flestir um eða undir 1,0 að stærð. Þar hefur smáskjálftavirkni verið viðvarandi síðustu vikur en dýpi skjálftanna er um 6 – 8 km.“

Uppfært hættumatskort verður birt seinna í dag.

Færslur á GPS stöðinni SENG í Svartsengi síðan 11. nóvember 2023 í norður, austur og lóðrétt (efst, miðja, neðst). Neðsti ferillinn sýnir landris í millimetrum, og mælingin í gær (11. febrúar) er sýnd með grænum punkti. Rauðu línurnar eru tímasetningar á síðustu þremur eldgosum (18. desember 2023, 14. janúar og 8. febrúar 2024). Heimild: Veðurstofa Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi