fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

„Þetta var ógleymanlegt, svo ekki sé meira sagt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski ljósmyndarinn Paul Zizka var staddur hér á landi í síðustu viku þegar eldgos hófst norðan við Sýlingarfell. Paul var staddur á Northern Lights Inn-hótelinu ásamt hópi annarra ljósmyndara þegar gosið hófst en hótelið er mjög stutt frá sjálfu gossvæðinu.

Paul Zizka, sem er virtur verðlaunaljósmyndari, lýsti reynslu sinni í samtali við CBS News í gær en þá var hann staddur á Keflavíkurflugvelli á leið úr landi eftir ævintýralega dvöl.

Paul fór fyrir hópi um 14 ljósmyndara sem skipulagt höfðu hópferð til Íslands þar sem markmiðið var meðal annars að ná fallegum náttúruljósmyndum. Þegar hann bókaði ferðina á sínum tíma taldi hann sniðugt að enda hana á Reykjanesi, nálægt Bláa lóninu, en þá var ekki ýkja margt sem benti til þess að eldgos myndi hefjast steinsnar frá hótelinu.

„Þetta var býsna viðburðaríkur endir á ferðinni,“ segir Zizka í samtali við CBS News.

Hann segir að nokkrir í hópnum hafi vaknað við jarðskjálfta um klukkan hálf sex að morgni fimmtudagsins en gosið sjálft braust út um hálftíma síðar. Aðrir voru þó áfram í fastasvefni og vöknuðu ekki fyrr en starfsfólk hótelsins kom og barði á hurðirnar og tilkynnti að eldgos væri hafið – rýma þyrfti hótelið undir eins.

„Á um 20 mínútum voru allir komnir út á bílastæði með farangurinn sinn,“ segir hann en mikið sjónarspil blasti við þegar þangað var komið. Lögregla kom á vettvang og sá til þess að allt gengi vel fyrir sig sem það og gerði.

„Eftir að hafa ekið í nokkrar mínútur sáum við gosið,“ segir hann en strókar, 50-80 metra háir á að giska, lýstu upp himininn. „Þetta var ógleymanlegt, svo ekki sé meira sagt.“

Zizka segir að rýmingin hafi gengið hratt og vel fyrir sig. „Maður sá alveg að þetta er eitthvað sem Íslendingar eru vanir að fást við.“

Ef myndbandið hér að neðan birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu
Fréttir
Í gær

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“

Skellinöðrukrakkar að æra fólk með hávaða – „Andskotans vespuhelvítin ykkar þið voruð að vekja barnið mitt“
Fréttir
Í gær

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“