fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Eyjan

Breiðfylkingin segir viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. febrúar 2024 18:18

Mögulega fer að styttast í verkföll eftir þessi tíðindi. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá breiðfylkingu stærstu landssambanda og stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði segir að viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) hafi reynst árangurslausar. Ásteitingarsteinninn sé forsenduákvæði um þróun verðbólgu og vaxta. SA hafi hafnað með öllu að í fjögurra ára samningi verði forsenduákvæði til varnar launafólki, hafi markmið varðandi verðbólgu og vexti ekki náðst.

Allir langtíma kjarasamningar á síðustu áratugum hafi verið undirritaðir með forsenduákvæðum sem heimili uppsögn að uppfylltum vissum skilyrðum. Krafa SA um afnám slíkra forsenduákvæða í komandi kjarasamningi sé fáheyrð í kjarasamningagerð á Íslandi.

Segir í tilkynningunni að krafan myndi þýða að launafólk eitt beri ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki.

Furðulegt sé að SA séu ekki reiðubúin að festa í langtímasamning þau markmið sem samtökin sjálf hafi margítrekað lýst sem algjöru meginmarkmiði hans. Að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ef meginmarkmið kjarasamnings náist ekki, þá þurfi varnir að vera til staðar fyrir launafólk.

Breiðfylkingin lýsi djúpum vonbrigðum með að SA kjósi að sigla viðræðum í strand vegna þessa atriðis. Sérstaklega sé það sorglegt í ljósi þess að aðilar hafi lagt mikið á sig til að ná saman um hóflegar launahækkanir og samkomulag varðandi launalið sé í meginatriðum í höfn. Undirritun kjarasamnings hafi verið í sjónmáli.

Breiðfylkingin standi sameinuð í kröfum sínum og í ákvörðun sinni um að lýsa viðræður árangurslausar. Formenn þeirra sambanda og félaga sem standi að Breiðfylkingunni muni funda saman strax á mánudag og nýta tímann í millitíðinni til upplýsingagjafar og samráðs við sitt bakland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun

Halla Hrund með góða forystu í nýrri könnun